top of page

allt sem þú vildir vita um Njálu ... og meira til!

Lestu Njálu, sögu Njáls á Bergþórshvoli, fjölskyldu hans og samtíðarmanna

Njálubækur, teiknimyndasögur og útgáfur sem henta ungmennum

Erlendar útgáfur Njálu, þýðingar og aðrar bækur þar sem Njáls saga er viðfangsefnið

Saga Njáls Þorgeirssonar á Bergþórshvoli, fjölskyldu hans og samtíðarmanna gengur jafnan undir nafninu Njála, en einnig Njáls saga og Brennu-Njáls saga. Hún er frægust Íslendingasagna og af mörgum talin merkust þeirra. Njála segir frá atburðum sem gerðust í kringum 1000, en sagan var ekki skráð fyrr en nærri þremur öldum seinna. Höfundur hennar er ókunnur, en margir hafa verið nefndir sem mögulegir höfundar. Sögusvið Njálu er á Suðurlandi og er hún ein Íslendingasagna sem gerist þar. 

 

Hér má lesa söguna, prenta hana út og kynna sér nýjar útgáfur af henni, ásamt þýðingum. Mikið hefur verið gefið út af efni um Njálu, ýmsar útgáfur af sögunni sjálfri og efni þar sem fjallað er um söguna frá ýmsu sjónarhorni. Auk þess má hér nálgast þýðingar, en sagan hefur verið gefin út á fjölmörgum tungumálum og þykir ein af helstu gersemum bókmenntanna.  

Njáll á Bergþórshvoli

Allt orkar tvímælis þá er gert er.
bottom of page