allt sem þú vildir vita um Njálu ... og meira til!
Njála hefur verið kennd á mismunandi skólastigum í gegnum tíðina, enda um einstakt bókmenntaverk að ræða. Mögulegt er að tengja söguna ólíkum greinum – s.s. íslensku, samfélagsgreinum, náttúrugreinum, list- og verkgreinum, upplýsinga- og tæknimennt, íþróttum og stærðfræði. Um margar útfærslur getur verið að ræða og má sem dæmi nefna upplestrarmaraþon; handritsskrif upp úr ákveðnum köflum sögunnar; lagasmíð við kvæði eða ljóðagerð innblásin af sögunni; myndskreyting kafla; hönnun bókarkápu; mynsturteikningu fyrir krosssaum með tilheyrandi útreikningum; búningasaum fyrir valda persónu; leikmunagerð, hönnun og smíði; gerð dansverks sem lýsir bardaganum við Knafahóla; umræður um þjóðlegar hefðir í matargerð og nýjar uppskriftir samdar úr því sem finna má í búri Hallgerðar; umræður um jafnrétti, stöðu kvenna í sögunni og samanburð við stöðu þeirra í dag; sjálfbærni og lífshætti þá og nú; greining gervihnattamynda (á vef) af söguslóðum og mat á ferðatíma milli bæja, þá og nú; grunnþættir glímu kenndir og æfðir – og svo mætti lengi telja.
Hér má nálgast verkefnablöð, kennsluleiðbeiningar, greinar, rannsóknir, ritgerðir og fleira sem nýta má við undirbúning eða í kennslu.
Rannveig móðir Gunnars