top of page

allt sem þú vildir vita um Njálu ... og meira til!

Sögugerð, greining, hugmyndir o.fl.

Greinar, rannsóknir, ritgerðir og fleira  

Skólaheimsóknir og annað tengt þeim

Njála hefur verið kennd á mismunandi skólastigum í gegnum tíðina, enda um einstakt bókmenntaverk að ræða. Mögulegt er að tengja söguna ólíkum greinum – s.s. íslensku, samfélagsgreinum, náttúrugreinum, list- og verkgreinum, upplýsinga- og tæknimennt, íþróttum og stærðfræði. Um margar útfærslur getur verið að ræða og má sem dæmi nefna upplestrarmaraþon; handritsskrif upp úr ákveðnum köflum sögunnar; lagasmíð við kvæði eða ljóðagerð innblásin af sögunni; myndskreyting kafla; hönnun bókarkápu; mynsturteikningu fyrir krosssaum með tilheyrandi útreikningum; búningasaum fyrir valda persónu; leikmunagerð, hönnun og smíði; gerð dansverks sem lýsir bardaganum við Knafahóla; umræður um þjóðlegar hefðir í matargerð og nýjar uppskriftir samdar úr því sem finna má í búri Hallgerðar; umræður um jafnrétti, stöðu kvenna í sögunni og samanburð við stöðu þeirra í dag; sjálfbærni og lífshætti þá og nú; greining gervihnattamynda (á vef) af söguslóðum og mat á ferðatíma milli bæja, þá og nú; grunnþættir glímu kenndir og æfðir – og svo mætti lengi telja. 

 

Hér má nálgast verkefnablöð, kennsluleiðbeiningar, greinar, rannsóknir, ritgerðir og fleira sem nýta má við undirbúning eða í kennslu.

Rannveig móðir Gunnars

Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.
bottom of page