top of page
allt sem þú vildir vita um Njálu ... og meira til!

DYRNAR AÐ NJÁLU
Njála er ein magnaðasta saga sem rituð hefur verið. Hún er lengst allra Íslendingasagna og um hana hafa verið skrifaðar fjölmargar bækur, leikrit sett upp, söfn og sýningar, auk fjölda vefsíða með ítarefni. Tilgangur þessa vefjar er að auðvelda aðgang að efni um og tengdu Njálu.
Sögusetrið, sem meðal annars hýsir Njálurefilinn og Njálusýninguna, er staðsett á Hvolsvelli – en meginsögusvið Njálu er einmitt á Suðurlandi og er hún ein Íslendingasagna sem gerist á því svæði.
Samband Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) veitti styrk til uppsetningar Njálugáttarinnar, að tillögu Njálurefilsins.
Vefurinn er unninn af Evu Þengilsdóttur.
Það hefir mig aldrei hent að sá nokkur maður hafi mér einvígi boðið að eg hafi undan gengið.
Hrútur Herjólfsson
bottom of page