top of page

allt sem þú vildir vita um Njálu ... og meira til!

SÖGUSLÓÐIR

Aðalsögusvið Njálu er Rangárþing um aldamótin 1000 – og í og við Fljótshlíðina er að finna marga sögustaði, þeir helstu eru merktir með skiltum. Sögusetrið á Hvolsvelli og fleiri aðilar bjóða upp á söguferðir um þessar slóðir með reyndum leiðsögumönnum.  

Bergþórshvoll

Heimili Njáls Þorgeirssonar og Bergþóru Skarphéðinsdóttur og sona þeirra. Bærinn var brenndur í hefndarskyni – og allt og allir sem í honum voru, utan Kára Sölmundarsonar.

Gunnarssteinn

Steininn er að finna við Rangá, en talið er að Gunnar hafi staðið á steininum og barist í einum frægasta bardaga sögunnar.

Hlíðarendi

Gunnar Hámundarson ólst upp á Hlíðarenda. Hann bjó þar síðar með Hallgerði Höskuldsdóttur konu sinni og sonum þeirra, Högna og Grana. 

 

Keldur

Á Keldum stóð býli Ingjaldar Höskuldssonar. Þar er nú torfbær í umsjá Þjóðminjasafnsins.

 

Markarfljót
Synir Njáls sátu fyrir Þráni Sigfússyni við Markarfljót og huggðu á hefndir. Úr varð að Skarphéðinn vó Þráin við fljótið.

Rauðaskriður

Þrælavígin hófust við Rauðaskriður, en þar áttu þeir skóg saman Njáll og Gunnar. 

 

Þríhyrningur
Þeir sem stóðu að brennunni á Bergþórshvoli hittust við Þríhyrningshálsa og leyndust þar þar til þeir fóru
að bænum. Eftir brunann héldu brennumenn
 upp í Flosalág
á Þríhyrningi.

Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda

Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.
bottom of page