allt sem þú vildir vita um Njálu ... og meira til!
Verkefni: Skoðaðu myndirnar vandlega og skrifaðu í framhaldinu nýja sögu við þær.
Þessar myndir segja upphaf Njálu, en þú skalt nota þær til að segja heila sögu. Allar sögur hafa upphaf, miðju og endi einnig sögusvið og persónur – og meðal þeirra eru gjarnan hetja og skúrkur. Gangi þer vel!
VERKEFNI – Njálurefillinn: Myndskreyting
Lestu kaflann úr Njálu hér fyrir neðan og teiknaðu svo fimm eða fleiri myndir sem lýsa atburðarásinni. Hugsaðu myndirnar eins og teiknimyndasögu, þar sem hver myndin tekur við af annarri og lýsir sögunni. Hafðu í huga að einfaldar myndir geta lýst sögunni jafn vel og flóknar. Gangi þér vel!
VERKEFNI – Njálurefillinn: Mannlýsing
Skrifaðu stutta mannlýsingu. Veldu einhvern sem þú þekkir, t.d. góðan vin og hafðu til hliðsjónar lýsinguna af Gunnari hér fyrir neðan. Þar kemur m.a. fram hvaðan hann kom, hvernig hann leit út, hvernig hann var skapi farinn, í hverju hann var góður og hvernig hann kom fram við aðra.
Kemst þó að seint fari
Njáll á Bergþórshvoli